Skáldið

Um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana

Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld en veraldlegur kveðskapur hans er þó einnig athyglisverður. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur Hallgrímur Pétursson þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar. Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út á íslensku en nokkurt annað rit eða rúmlega áttatíu sinnum og verið þýddir á fjölmörg erlend tungumál.

 

Mynd okkar af Hallgrími
Úr útvarpsviðtali Hjartar Pálssonar við herra Sigurbjörn Einarsson biskup  frá 1986