Um vefinn

Vefurinn um Passíusálma Hallgríms Péturssonar er unninn að frumkvæði Ríkisútvarpsins og er samvinnuverkefni RÚV, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns. Vefurinn kom út í sinni fyrstu útgáfu 9. febrúar 1998 og síðast uppfærður í apríl 2014.

Á vefnum má finna texta eiginhandarritst Hallgríms Péturssonar með nútímastafsetningu úr nýlegri útgáfu Landsbókasafns, fornan og nýjan Passíusálmasöng, sýnishorfn úr eiginhandarritinu og útgáfum sálmanna. Hér er einnig að finna samantekt Sigurbjörns Einarssonar biskups á píslarsögunni, efni úr segurlbandasöfnum Árnastofnunar og Útvarpsins, auk fróðleiks um séra Hallgrím og sálma hans.

Fjölmargir aðilar hafa lagt þessu verkefni lið með því að gefa leyfi fyrir birtingu texta og hljóðrita á vefnum. Um leið og þeim er þakkað eru notendur hvattir til að koma ábendingum sínum um Passíusálmavefinn á framfæri við ritstjóra.

Framleiðandi:
RÚV

Samstarfsaðilar:
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Einar Sigurðsson landsbókavörður.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi: Stefán Karlsson forstöðumaður.

Ritstjórn og vefsíðugerð:
Anna S. Melsteð tæknimaður á Ríkisútvarpinu 1998.
Jón Karl Helgason dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu 1998.
Vef- og nýmiðladeild RÚV 2014

Ráðgjöf:
Kári Bjarnason handritavörður Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Margrét Eggertsdóttir sérfræðingur Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Lestur Passíusálma 1998:
Lesari: Svanhildur Óskarsdóttir íslenskufræðingur.
Upptökustjórn: Hörður Jónsson tæknimaður á Ríkisútvarpinu.

Höfundar fræðilegs efnis:
Margrét Eggertsdóttir sérfræðingur Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
Ólafur Pálmason forstöðumaður safnadeildar Seðlabanka Íslands.
Sigurbjörn Einarsson biskup.
Smári Ólason tónlistarfræðingur.
Ögmundur Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns.

Umsjón með texta Passíusálma:
Ögmundur Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns.
Skúli Björn Gunnarsson íslenskufræðingur.
Eiríkur Þormóðsson handritavörður á handritadeild Landsbókasafns.

Ljósmyndir:
Helgi Braga, ljósmyndari Landsbókasafns.

Hljóðrit:
Hljóðrit á vefnum eru úr segulbandasöfnum Ríkisútvarpsins og Árnastofnunar, ef frá er talin upptaka með flutningi Megasar á eigin tónlist við texta 15. Passíusálms en hún er birt á vefnum með góðfúslegu leyfi Magnúsar Þórs Jónssonar og Skífunnar ehf.

Flutningur 15. Passíusálms:
Söngur: Megas. Raddir: Ragnhildur Gísladóttir og Eva Albertsdóttir. Trommur: Ásgeir Óskarsson. Gítar: Björgvin Gíslason. Bassi: Haraldur Þorsteinsson. Klarinett: Jens Hansson. Píanó: Pétur Hjaltested. Upptaka gerð í Gamla bíói 1985.

Sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð fá Eiríkur Þormóðsson handritavörður á handritadeild Landsbókasafns, Gunnar Stefánsson dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpinu, Jóhannes Gísli Jónsson málfræðingur, Jónatan Garðarsson starfsmaður safnadeildar Ríkisútvarps, Rósa Þorsteinsdóttir deildarstjóri á Árnastofnun.

©RÚV 2014.